11.4.2009 | 20:40
Gleðilega páska kæru vinir!
Kæru vinir og lesendur.Óska ykkur gleðilegra páska, og megi þið njóta þeirra.Gleymið ykkur í súkklaði og sælu, og njótið þess að vera í fríi!
Í austri rís upp ársól skær,
í austri sólin, Jesús kær,
úr steinþró djúpri stígur,
sú páskasólin björt og blíð,
er birtist öllum kristnum lýð
og aldrei aftur hnígur.
Jesús, Jesús,
sigur er unninn, sól upp runnin
sannrar gleði
vina þinna grátnu geði.
Valdimars Briem
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2009 | 11:33
Stephen Crane
Stephen Crane
1. Rithöfundurinn Stephen Crane
Stephen Crane er einn þeirra manna sem, þrátt fyrir að hafa ekki notið langra lífdaga, markaði stór spor í bókmenntasögu þjóðar sinnar og hafði djúp áhrif á þá sem eftir komu. Strax með fyrstu bók sinni Maggie. A girl of the streets, sem enginn útgefandi vildi bendla nafn sitt við, var tónninn gefinn og með sögunni The Red badge of courage hafði hann fest sig í sessi sem fremstur meðal jafningja í amerískum bókmenntum síns samtíma.
2. Æska og uppvöxtur
Stephen Crane fæddist þann 1. nóvember árið 1871 í Newark, New Jersey og var hann fjórtánda og yngsta barn foreldra sinna, meþódistaprestsins Jonathan Townley Crane og konu hans Mary Helen (Peck) Crane. Eftir því sem að best verður séð virðist pabbi hans hafa verið góður maður, vinnusamur með afbrigðum, en nokkuð þröngsýnn og mjög strangtrúaður. Móðir hans var einnig mjög trúuð og starfaði mikið við trúboð og safnaðarstörf.
Faðir Stephen´s skipti nokkuð oft um prestaköll á þessum tíma og vegna þess staldraði fjölskyldan sjaldan lengi á einum stað, uns þau enduðu í Port Jervis, New Jersey, þar sem faðir hans lést árið 1880. Til að ala önn fyrir fjölskyldunni fór Mary, móðir Stephen´s þá að vinna sem frétta- og greinaskrifari fyrir ýmis trúarleg blöð og tímarit. Þremur árum síðar fluttist hún svo ásamt Stephen til Asbury Park í New Jersey. Þrátt fyrir að alast upp í þessu mikla trúarumhverfi, var Stephen lítt hneigður til trúar, en þó má merkja þetta trúarlega uppeldi víða í ritverkum hans. Í fyrstu líkaði mér vel að hlýða á guðsþjónustur og bænalestra, en það óx af mér þegar ég var þrettán ára eða þar um bil, en þá sagði William bróðir minn mér að hætta að trúa á helvíti, eftir að frændi minn hafði útlistað fyrir okkur í löngu máli, eldvatninu og öllum þeim hörmungum, var haft eftir honum síðar á ævinni. En þó svo að trúaráhuginn hafi dvínað snemma virðist áhugi hans á skrifum fyrst hafa vaknað fyrir alvöru á þessum árum, en þá skrifar hann stutt verk sem hann kallaði Sketches from life (Skissur úr lífinu).
3. Upphaf blaðamennsku og endaslepp skólaganga
Árið 1888, þá sautján ára gamall, fer hann að starfa sem fréttaritari fyrir bróður sinn Townley, en hann var ritstjóri fréttablaðs í Asbury Park. Þá um veturinn hefur hann svo nám við menntaskóla, sem sérhæfði sig í að undirbúa menn fyrir herþjónustu. Var hann ánægður þar og stundaði námið af nokkurri alúð, en það var helst í íþróttum sem hann skaraði framúr.
Árið 1890 lá svo leiðin í háskólann í Lafayette þar sem hann hugðist leggja stund á verkfræði. Einhvern veginn virtist hugur ekki fylgja máli og stundaði hann námið þar afar illa. Var honum ráðlagt af skólayfirvöldum að yfirgefa skólann við lok fyrstu annar. Ári síðar gerði hann aðra tilraun til að verða sér úti um háskólagráðu og nú við háskólann í Syracuse, en aftur var skólagangan endaslepp. Reyndar eyddi hann mestum tíma þar í að skrifa fyrsta uppkastið af sögunni, Maggie. A girl of the streets.
4. Fátækur í New York og gefur út Maggie
Hann snýr aftur heim og það sama ár deyr móðir hans. Nú var ekkert lengur til að halda í hann heima fyrir og hann heldur til New York ákveðinn í að reyna fyrir sér sem blaðamaður og rithöfundur. Þar dvaldi hann næstu fimm árin og var vistin þar honum oft erfið, enda var vinna stopul fyrir lausamennsku blaðamann. Höfðu systkini hans miklar áhyggjur af honum á þessum árum og hvöttu hann óspart til að verða sér úti um fast starf, en hann lét allar slíkar vangaveltur sem vind um eyru þjóta. En það er óhætt að segja að þessi ár hafi verið mikil mótunarár í lífi Cranes, sem bjó í einu af fátækrahverfum borgarinnar og í því umhverfi tókst honum að þróa söguna Maggie. A girl of the streets áfram og glæða hana því lífi sem hann var sáttur við, en margir telja hana fyrstu bandarísku raunsæisskáldsöguna. Lýkur hann sögunni árið 1892, en þrátt fyrir mikla leit fann hann engan sem var fáanlegur til að gefa hana út. Ætlaði hann þá að nota arfinn sem hann fékk eftir foreldra sína til að standa straum af kostnaðinum, en eftir því sem sagan segir á hann að hafa eytt megninu af honum í fjárhættuspil. Því fær hann bróður sinn til að lána sér 700 dollara svo hann geti sjálfur gefið hana út. Er sagt að þeir sem önnuðust prentun sögunnar hafi skammast sín fyrir að prenta slíka sögu. Þessi fyrsta útgáfa sögunnar taldi einungis eitt hundrað eintök og seldist nánast ekkert. Segir sagan að bróðurpart bókanna hafi Crane notað til að kynda upp hjá sér.
En þó svo að almenningur hafi ekki tekið bókina í sátt fyrr en mörgum árum síðar, vakti hún athygli nokkurra bókmenntamanna, sem sáu hvað bjó í þessum unga rithöfundi og hvöttu hann til að halda áfram, sem hann og gerði.
5. The red badge of courage
Tveimur árum síðar, eða árið 1895, gaf hann svo út bókina The red badge of courage, hans þekktasta og kannski besta verk. Hún fjallar um ungan mann sem heldur í stríð og lýsir af ótrúlegu næmi, tilfinningum hans og baráttu á vígvellinum. Þóttu lýsingar Crane´s á bardögum ótrúlega raunverulegar og einstakar í sinni röð. Verður það að teljast mikið afrek af svona ungum manni, ekki síst fyrir þá sök að hann hafði sjálfur enga reynslu af stríði og aldrei orðið vitni að bardögum.
Bókin gerði hann frægan svo að segja á einni nóttu, en þrátt fyrir það seldist hún dræmt og hafði hann minna en hundrað dollara upp úr krafsinu. En athyglin sem hann hlaut fyrir söguna varð til þess að honum bauðst starf sem blaðamaður og var hann sendur til Texas og Mexíkó. Ári síðar er hann svo sendur til Grikklands til að skrifa fréttapistla um stríðið sem þá stóð yfir milli Grikkja og Tyrkja.
6. Í sjávarháska
Þegar hann kemur aftur heim frá Grikklandi hefur hann fest sig í sessi sem ábyggilegur fréttaritari, með sinn eigin sérstaka stíl. Í kjölfarið er ákveðið að senda hann til Kúbu til að afla frétta um vaxandi átök milli Bandaríkjanna og Spánverja, en eyjan var þá undir yfirráðum Spánverja. Hefur hann viðdvöl í Jacksonville meðan hann bíður eftir fari þangað. Í Jacksonville kynnist hann Coru Taylor, sem rak þar næturklúbb. Hafði hún lesið bæði ,,Maggie" og ,,The Red badge of courage" og tókust strax með þeim náin kynni.
Loks heldur Crane af stað til Kúbu á skipinu Commodore, en þeir hreppa vond veður og skipið sekkur 2. janúar árið 1897. Komst Stephen við fjórða mann um borð í lítinn opinn björgunarbát og urðu þeir að berjast fyrir lífi sínu í tvo sólarhringa í vondu veðri þangað til þeim tókst með mikilli þrauseigju að ná landi. Voru þeir þá nær dauða en lífi. Af viðtölum sem tekin voru við þá sem björguðust kemur fram að Stephen hafi allan tímann frá því að leki komst að skipinu og þangað til þeir náðu landi sýnt mikið æðruleysi og baráttu. Varð þessi hrakningaferð kveikjan að sögunni An open boat, sem margir telja til hans bestu sagna. En ófarir þessar höfðu líka önnur og verri áhrif, því í þeim beið hann mikið heilsutjón og upp úr þeim varð fyrst vart berkla hjá honum, sem á endanum drógu hann til dauða langt fyrir aldur fram. Meðan hann var að jafna sig eftir volkið í Jacksonville urðu kynni hans og Coru Taylor enn nánari. Seldi Cora næturklúbbinn og saman héldu þau til Grikklands, þar sem Stephen var fréttaritari fyrir ,,The Journal".
7. Flytur til Englands, giftist og deyr
Strax frá því að sagan ,,Maggie" birtist fyrst á prenti hafði Crane orðið fórnarlamb ýmissa slúðursagna, og þegar hann kemur heim frá Grikklandi ágerðust þær. Rótin að þessu slæma umtali má sennilega rekja til bókarinnar ,,Maggie", sem fjallaði um vændiskonu og vegna veikinda sinna og slappleika í kjölfar sjávarháskans við Kúbu, héldu margir að hann væri eiturlyfjafíkill. Líkaði honum þetta illa og ákvað að flytjast til Englands. Það er svo í London árið 1898 að hann giftist Coru. Þó svo að margir efuðust um þennan ráðahag og töldu Coru af allt öðru sauðahúsi en Stephen, var skammvinnt hjónaband þeirra hamingjusamt. Í Englandi vissu menn ekkert af fortíð Coru og tóku henni sem jafningja.
Á Englandi kynntist Stephen Joseph Conrad og urðu þeir góðir vinir, en Conrad var einlægur aðdáandi Crane´s. Þá kynntist hann þar einnig rithöfundunum Henry James og H. G. Wells. Var alla tíð mjög gestkvæmt á heimili þeirra á Englandi og stundum svo mjög að Stephen átti erfitt með að einbeita sér að skriftum. Það var því ákveðinn léttir fyrir hann þegar hann var beðinn um að fara til Kúbu og skrifa um stríðið milli Bandaríkjanna og Spánverja. En heilsan leyfði ekki það erfiði sem þetta hafði í för með sér og hann veiktist hastarlega og hélt aftur til Englands.
Það var svo árið 1900 að honum versnar veikin enn frekar og er fluttur með hraði til Badenweiler í Þýskalandi þar sem hann lést 5. júní.
8. Um verk Crane´s
Þó að Stephen hafi einungis verið 28 ára gamall þegar hann lést, hafði hann þá þegar með verkum sínum skapað sér varanlegan sess í bókmenntasögunni. Howell´s sagði t.a.m að sagan The Open boat væri besta smásaga sem skrifuð hefði verið á enska tungu. Edward Garnett taldi Crane hafa verið helsta impressionistann þegar hann var uppi og Woolcott segir söguna The Blue hotel vera stórfenglega sögu í stíl Ernest Hemingway, þó hún sé skrifuð áður en Hemingway fæddist. Þannig mætti lengi telja, en svipaða dóma fá sögur á borð við ,,Maggie, a girl of the street" og ,,The Monster". En stærsti bókmenntasigur Crane´s er og verður ávallt sagan ,,The Red badge of courage"; stríðssagan sem snart hug og hjarta fyrrverandi hermanna, sem þóttu lýsingarnar ótrúlega sannar, en Stephen var einungis 23 ára gamall þegar hann samdi hana og hafði enga reynslu af stríði. Þá má heldur ekki gleyma ljóðum Stephen´s, en þar hafði hann orðið fyrir miklum áhrifum frá Emily Dickinson.
Hvernig svo sem menn vilja flokka hann sem höfund; hvaða stimpil sem menn vilja eigna honum; hvort bækur hans væru raunsæjar eða impressjónískar, þá verður hans kannski fyrst og fremst minnst fyrir næman skilning á viðfangsefnum sínum, sem þá þóttu ekki gjaldgeng í bókmenntum. Það má kannski segja að vinur hans, rithöfundurinn Joseph Conrad lýsi honum best er hann sagði um hann, að hann hefði ekkert yfirborð... en kraumaði undir niðri.
Stephen Crane
1. Rithöfundurinn Stephen Crane
Stephen Crane er einn þeirra manna sem, þrátt fyrir að hafa ekki notið langra lífdaga, markaði stór spor í bókmenntasögu þjóðar sinnar og hafði djúp áhrif á þá sem eftir komu. Strax með fyrstu bók sinni Maggie. A girl of the streets, sem enginn útgefandi vildi bendla nafn sitt við, var tónninn gefinn og með sögunni The Red badge of courage hafði hann fest sig í sessi sem fremstur meðal jafningja í amerískum bókmenntum síns samtíma.
2. Æska og uppvöxtur
Stephen Crane fæddist þann 1. nóvember árið 1871 í Newark, New Jersey og var hann fjórtánda og yngsta barn foreldra sinna, meþódistaprestsins Jonathan Townley Crane og konu hans Mary Helen (Peck) Crane. Eftir því sem að best verður séð virðist pabbi hans hafa verið góður maður, vinnusamur með afbrigðum, en nokkuð þröngsýnn og mjög strangtrúaður. Móðir hans var einnig mjög trúuð og starfaði mikið við trúboð og safnaðarstörf.
Faðir Stephen´s skipti nokkuð oft um prestaköll á þessum tíma og vegna þess staldraði fjölskyldan sjaldan lengi á einum stað, uns þau enduðu í Port Jervis, New Jersey, þar sem faðir hans lést árið 1880. Til að ala önn fyrir fjölskyldunni fór Mary, móðir Stephen´s þá að vinna sem frétta- og greinaskrifari fyrir ýmis trúarleg blöð og tímarit. Þremur árum síðar fluttist hún svo ásamt Stephen til Asbury Park í New Jersey. Þrátt fyrir að alast upp í þessu mikla trúarumhverfi, var Stephen lítt hneigður til trúar, en þó má merkja þetta trúarlega uppeldi víða í ritverkum hans. Í fyrstu líkaði mér vel að hlýða á guðsþjónustur og bænalestra, en það óx af mér þegar ég var þrettán ára eða þar um bil, en þá sagði William bróðir minn mér að hætta að trúa á helvíti, eftir að frændi minn hafði útlistað fyrir okkur í löngu máli, eldvatninu og öllum þeim hörmungum, var haft eftir honum síðar á ævinni. En þó svo að trúaráhuginn hafi dvínað snemma virðist áhugi hans á skrifum fyrst hafa vaknað fyrir alvöru á þessum árum, en þá skrifar hann stutt verk sem hann kallaði Sketches from life (Skissur úr lífinu).
3. Upphaf blaðamennsku og endaslepp skólaganga
Árið 1888, þá sautján ára gamall, fer hann að starfa sem fréttaritari fyrir bróður sinn Townley, en hann var ritstjóri fréttablaðs í Asbury Park. Þá um veturinn hefur hann svo nám við menntaskóla, sem sérhæfði sig í að undirbúa menn fyrir herþjónustu. Var hann ánægður þar og stundaði námið af nokkurri alúð, en það var helst í íþróttum sem hann skaraði framúr.
Árið 1890 lá svo leiðin í háskólann í Lafayette þar sem hann hugðist leggja stund á verkfræði. Einhvern veginn virtist hugur ekki fylgja máli og stundaði hann námið þar afar illa. Var honum ráðlagt af skólayfirvöldum að yfirgefa skólann við lok fyrstu annar. Ári síðar gerði hann aðra tilraun til að verða sér úti um háskólagráðu og nú við háskólann í Syracuse, en aftur var skólagangan endaslepp. Reyndar eyddi hann mestum tíma þar í að skrifa fyrsta uppkastið af sögunni, Maggie. A girl of the streets.
4. Fátækur í New York og gefur út Maggie
Hann snýr aftur heim og það sama ár deyr móðir hans. Nú var ekkert lengur til að halda í hann heima fyrir og hann heldur til New York ákveðinn í að reyna fyrir sér sem blaðamaður og rithöfundur. Þar dvaldi hann næstu fimm árin og var vistin þar honum oft erfið, enda var vinna stopul fyrir lausamennsku blaðamann. Höfðu systkini hans miklar áhyggjur af honum á þessum árum og hvöttu hann óspart til að verða sér úti um fast starf, en hann lét allar slíkar vangaveltur sem vind um eyru þjóta. En það er óhætt að segja að þessi ár hafi verið mikil mótunarár í lífi Cranes, sem bjó í einu af fátækrahverfum borgarinnar og í því umhverfi tókst honum að þróa söguna Maggie. A girl of the streets áfram og glæða hana því lífi sem hann var sáttur við, en margir telja hana fyrstu bandarísku raunsæisskáldsöguna. Lýkur hann sögunni árið 1892, en þrátt fyrir mikla leit fann hann engan sem var fáanlegur til að gefa hana út. Ætlaði hann þá að nota arfinn sem hann fékk eftir foreldra sína til að standa straum af kostnaðinum, en eftir því sem sagan segir á hann að hafa eytt megninu af honum í fjárhættuspil. Því fær hann bróður sinn til að lána sér 700 dollara svo hann geti sjálfur gefið hana út. Er sagt að þeir sem önnuðust prentun sögunnar hafi skammast sín fyrir að prenta slíka sögu. Þessi fyrsta útgáfa sögunnar taldi einungis eitt hundrað eintök og seldist nánast ekkert. Segir sagan að bróðurpart bókanna hafi Crane notað til að kynda upp hjá sér.
En þó svo að almenningur hafi ekki tekið bókina í sátt fyrr en mörgum árum síðar, vakti hún athygli nokkurra bókmenntamanna, sem sáu hvað bjó í þessum unga rithöfundi og hvöttu hann til að halda áfram, sem hann og gerði.
5. The red badge of courage
Tveimur árum síðar, eða árið 1895, gaf hann svo út bókina The red badge of courage, hans þekktasta og kannski besta verk. Hún fjallar um ungan mann sem heldur í stríð og lýsir af ótrúlegu næmi, tilfinningum hans og baráttu á vígvellinum. Þóttu lýsingar Crane´s á bardögum ótrúlega raunverulegar og einstakar í sinni röð. Verður það að teljast mikið afrek af svona ungum manni, ekki síst fyrir þá sök að hann hafði sjálfur enga reynslu af stríði og aldrei orðið vitni að bardögum.
Bókin gerði hann frægan svo að segja á einni nóttu, en þrátt fyrir það seldist hún dræmt og hafði hann minna en hundrað dollara upp úr krafsinu. En athyglin sem hann hlaut fyrir söguna varð til þess að honum bauðst starf sem blaðamaður og var hann sendur til Texas og Mexíkó. Ári síðar er hann svo sendur til Grikklands til að skrifa fréttapistla um stríðið sem þá stóð yfir milli Grikkja og Tyrkja.
6. Í sjávarháska
Þegar hann kemur aftur heim frá Grikklandi hefur hann fest sig í sessi sem ábyggilegur fréttaritari, með sinn eigin sérstaka stíl. Í kjölfarið er ákveðið að senda hann til Kúbu til að afla frétta um vaxandi átök milli Bandaríkjanna og Spánverja, en eyjan var þá undir yfirráðum Spánverja. Hefur hann viðdvöl í Jacksonville meðan hann bíður eftir fari þangað. Í Jacksonville kynnist hann Coru Taylor, sem rak þar næturklúbb. Hafði hún lesið bæði ,,Maggie" og ,,The Red badge of courage" og tókust strax með þeim náin kynni.
Loks heldur Crane af stað til Kúbu á skipinu Commodore, en þeir hreppa vond veður og skipið sekkur 2. janúar árið 1897. Komst Stephen við fjórða mann um borð í lítinn opinn björgunarbát og urðu þeir að berjast fyrir lífi sínu í tvo sólarhringa í vondu veðri þangað til þeim tókst með mikilli þrauseigju að ná landi. Voru þeir þá nær dauða en lífi. Af viðtölum sem tekin voru við þá sem björguðust kemur fram að Stephen hafi allan tímann frá því að leki komst að skipinu og þangað til þeir náðu landi sýnt mikið æðruleysi og baráttu. Varð þessi hrakningaferð kveikjan að sögunni An open boat, sem margir telja til hans bestu sagna. En ófarir þessar höfðu líka önnur og verri áhrif, því í þeim beið hann mikið heilsutjón og upp úr þeim varð fyrst vart berkla hjá honum, sem á endanum drógu hann til dauða langt fyrir aldur fram. Meðan hann var að jafna sig eftir volkið í Jacksonville urðu kynni hans og Coru Taylor enn nánari. Seldi Cora næturklúbbinn og saman héldu þau til Grikklands, þar sem Stephen var fréttaritari fyrir ,,The Journal".
7. Flytur til Englands, giftist og deyr
Strax frá því að sagan ,,Maggie" birtist fyrst á prenti hafði Crane orðið fórnarlamb ýmissa slúðursagna, og þegar hann kemur heim frá Grikklandi ágerðust þær. Rótin að þessu slæma umtali má sennilega rekja til bókarinnar ,,Maggie", sem fjallaði um vændiskonu og vegna veikinda sinna og slappleika í kjölfar sjávarháskans við Kúbu, héldu margir að hann væri eiturlyfjafíkill. Líkaði honum þetta illa og ákvað að flytjast til Englands. Það er svo í London árið 1898 að hann giftist Coru. Þó svo að margir efuðust um þennan ráðahag og töldu Coru af allt öðru sauðahúsi en Stephen, var skammvinnt hjónaband þeirra hamingjusamt. Í Englandi vissu menn ekkert af fortíð Coru og tóku henni sem jafningja.
Á Englandi kynntist Stephen Joseph Conrad og urðu þeir góðir vinir, en Conrad var einlægur aðdáandi Crane´s. Þá kynntist hann þar einnig rithöfundunum Henry James og H. G. Wells. Var alla tíð mjög gestkvæmt á heimili þeirra á Englandi og stundum svo mjög að Stephen átti erfitt með að einbeita sér að skriftum. Það var því ákveðinn léttir fyrir hann þegar hann var beðinn um að fara til Kúbu og skrifa um stríðið milli Bandaríkjanna og Spánverja. En heilsan leyfði ekki það erfiði sem þetta hafði í för með sér og hann veiktist hastarlega og hélt aftur til Englands.
Það var svo árið 1900 að honum versnar veikin enn frekar og er fluttur með hraði til Badenweiler í Þýskalandi þar sem hann lést 5. júní.
8. Um verk Crane´s
Þó að Stephen hafi einungis verið 28 ára gamall þegar hann lést, hafði hann þá þegar með verkum sínum skapað sér varanlegan sess í bókmenntasögunni. Howell´s sagði t.a.m að sagan The Open boat væri besta smásaga sem skrifuð hefði verið á enska tungu. Edward Garnett taldi Crane hafa verið helsta impressionistann þegar hann var uppi og Woolcott segir söguna The Blue hotel vera stórfenglega sögu í stíl Ernest Hemingway, þó hún sé skrifuð áður en Hemingway fæddist. Þannig mætti lengi telja, en svipaða dóma fá sögur á borð við ,,Maggie, a girl of the street" og ,,The Monster". En stærsti bókmenntasigur Crane´s er og verður ávallt sagan ,,The Red badge of courage"; stríðssagan sem snart hug og hjarta fyrrverandi hermanna, sem þóttu lýsingarnar ótrúlega sannar, en Stephen var einungis 23 ára gamall þegar hann samdi hana og hafði enga reynslu af stríði. Þá má heldur ekki gleyma ljóðum Stephen´s, en þar hafði hann orðið fyrir miklum áhrifum frá Emily Dickinson.
Hvernig svo sem menn vilja flokka hann sem höfund; hvaða stimpil sem menn vilja eigna honum; hvort bækur hans væru raunsæjar eða impressjónískar, þá verður hans kannski fyrst og fremst minnst fyrir næman skilning á viðfangsefnum sínum, sem þá þóttu ekki gjaldgeng í bókmenntum. Það má kannski segja að vinur hans, rithöfundurinn Joseph Conrad lýsi honum best er hann sagði um hann, að hann hefði ekkert yfirborð... en kraumaði undir niðri.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 12:54
Er mætt aftur!
hæhæ
er mætt galvösk aftur.kunni ekkert að finna gamla bloggið aftur svo ég byrja bara upp á nýtt!hef prófað nokkur bloggkerfi, og ekkert er betra en moggabloggið.
saknaði bloggsins hér.og nú finnur maður vonandi gamla vini aftur!
kv adda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Adda Laufey
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 986
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar