Vissir þú að ??

Eða vissir þú að ...

... í Þjóðminjasafninu eru geymdar tæplega fjórar milljónir ljósmynda?

... elstu ljósmyndir varðveittar í Þjóðminjasafninu eru meira en 150 ára gamlar?

... flestar ljósmyndir í Þjóðminjasafninu eru á glerplötum?

... í Þjóðminjasafninu er stórt safn af grafíkmyndum úr blöðum og bókum?

... Þjóðminjasafnið á besta safn af daguerreótýpum á Íslandi? Daguerreótýpur eru ljósmyndir teknar á málmplötu. Fyrstu ljósmyndirnar voru teknar með þeirri aðferð og eru kenndar við Frakkann Daguerre sem gerði þessa uppgötvun kunna 1839. Upphaf ljósmyndunar miðast við það ártal.

... í þjóðháttasafni Þjóðminjasafns eru nálægt 17.000 frásagnir um daglegt líf Íslendinga, siði og vinnubrögð?

... Þjóðminjasafnið hefur til varðveislu meira en 60 þúsund gripi?

... í Þjóðminjasafninu eru varðveittir allmargir danskir gripir frá steinöld?

Rómverksir koparpeningar frá 300 eftir Krist

... elstu munir sem fundist hafa á Íslandi eru rómverskir koparpeningar frá þriðju öld eftir Krists burð?

... í Þjóðminjasafninu eru varðveittar rúmlega 100 egypskar fornminjar sem eru allt frá því um 2000 - 700 árum fyrir Krists burð?

... Þjóðminjasafnið á gríðarmikið af fatnaði frá fyrri öldum?

... Þórslíkneskið er varðveitt í Þjóðminjasafninu?

... Þjóðminjasafnið hefur 43 hús um allt land í sinni umsjá?

... í Þjóðminjasafninu er stærðarinnar beinasafn, bæði með dýra- og mannabeinum?

... í Þjóðminjasafninu eru varðveittar leifar úr meira en 300 heiðnum kumlum frá víkingaöld?Wink

Steinkista Páls biskups... steinkista Páls biskups í Skálholti er í eigu Þjóðminjasafnsins?

... Þjóðminjasafnið lánar minjar til sýninga um allt land?

... stærsta forvörslustofa landsins er í Þjóðminjasafninu?

... í Þjóðminjasafninu er myndarlegt Bóka- og heimildasafn sem tengist rannsóknarsviðum stofnunarinnar?

... Þjóðminjasafnið hefur gefið út fjölda rita um íslenska þjóðmenningu?

... Þjóðminjasafnið var stofnað árið 1863 og er því ríflega 140 ára gamalt?

... Þjóðminjasafnið hefur gegnt lykilhlutverki við tilnefningu Þingvalla á heimsminjaskrá?

... Þjóðminjasafnið er höfuðsafn allra minjasafna á Íslandi?

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adda Laufey

Höfundur

Adda Laufey
Adda Laufey
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1001413 10201906085996653 685346860 n
  • Untitled
  • 291931 4669772905171 381517791 n
  • 143
  • 529151 4459427366664 222325737 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband